Stefna

Við höfum vanrækt lýðræðið. Ákvarðanir eiga að vera teknar af almenningi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Kjarni lýðræðisins er að hver og einn hafi jafn mikið um málefni samfélagsins að segja, jafn mikil áhrif. Það er ekkert annað í stöðunni en að færa valdið, sem þjappast hefur saman á fárra hendur, til almennings.

Eitt atkvæði á mann, flóknara er það ekki. Þessi regla þarf að gilda á öllum sviðum samfélagsins, í efnahagslífi jafnt sem stjórnmálum. Það þarf að lýðræðisvæða fyrirtækin. Á stjórnmálasviðinu þarf að draga úr flokksræði, til dæmis með því að innleiða slembival og persónukjör.

Við eigum bara eina jörð en göngum á auðlindir hennar líkt og við ættum margar. Haldi ofnýting auðlinda áfram verða náttúruhamfarir ekki umflúnar. Eina ráðið er að krafan um hagvöxt víki fyrir sjálfbærni.

Stefna félagsins um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna

Stefna félagsins um lýðræðisvæðingu hagkerfisins

Tillögur félagsins um breytingar á stjórnarskránni til Stjórnlagaráðs

Auglýsingar

3var við Stefna

 1. Björg F. Elíasdóttir sagði:

  Já takk.. eina sem ég velti fyrir mér er eitt atkvæði einn maður.. ef við göngum í ESB og það væri farið eftir þessari reglu þá myndi aldrei neinn komast á það þjóðþing til að tala okkar máli.. hvernig getum við tryggt að hagur landsbyggðar verði ekki fyrir borð borinn?

 2. Reglan um eitt atkvæði á mann byggir annars vegar á valddreifingu og hins vegar á að jafnræðis sé gætt hvað varðar aðkomu og aðild að ákvarðanatökuferlum. Á sviði efnahagslífsins er það svo að þessi regla gildir ekki heldur er það auður sem ræður atkvæðavæginu og honum er ójafnt skipt.

  Hvað varðar atkvæðavægi á stjórnmálasviðinu leiðir af grunnstefnu félagsins að horfa þurfi til þess að umbreyta ákvarðanatökuferlinu þannig að ákvarðanir séu færða í meira mæli til fólksins. Það er að segja að fleiri ákvarðanir séu settar í lýðræðislegt ákvarðanatökuferli, eins og þátttökufjárhagsáætlunargerð eins og í Porto Alegre eða slembivalsþing eins og reynt var í Bresku Kólumbíu, svo dæmi séu tekin. Skoða þarf nýjar leiðir við val á fulltrúum á hefðbundin þjóðþing og koma þar ýmsar útfærslur persónukjörs og slembivals til greina.

  Á næstu mánuðum mun félagið halda opna fundi til þess að ræða nánar þessi mál og ótal önnur. Á þeim vettvangi tekst okkur vonandi að safna saman og útfæra fjölmargar góðar hugmyndir að því hvernig við getum með raunhæfum hætti aukið hér lýðræði og sjálfbærni.

  (Kristinn Már)

 3. baldur Andrésson sagði:

  Án málalenginga: Í lýðræðisfjasi gleymist gjarnan hið efnahagslega vald, valdið sem
  mestu ræður í hverri samfélagsgerð. Valdastrúktúrar efnahagslífsins eru gjarnan
  undanþegnir öllum lýðræðiskröfum. Þar í liggur höfuðmein.
  Aldan er á flottum byrjunarreit hvað snertir lýðræðiskröfu til efnhagasvaldsins.
  Árnaðaróskir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s